Fyrirtækið

Tæki.is er gamalgróið fyrirtæki sem leggur aðaláherslu á fagmennsku og ánægða viðskiptavini.

20150807_115812


Fyrsti bílinn – International /Hi-Ranger árg.1968

ranger_one

Miklar breytingar urðu hjá framkvæmdaraðilum með tilkomu körfubíls sem Þorsteinn Auðunn Pétursson keypti hjá sölu varnaliðseigna árið 1982. Upp frá þessu fóru menn að nota körfubíla í auknu mæli til viðhaldsverka, nýsmíði á húsum og mannvirkjum, fyrsta verkefnið var á Austurgötu 7. í  Hafnarfirði hjá Kalla Auðuns föðurbróður Þorsteins en verkefnið var við gluggaviðgerðir þann 16. júní 1982.

Árið 2004 stækkaði svo fyrirtækið og úrvalið á tækjum varð meira með nýjum spjótlyftum, skæralyftum, smágröfum, rafstöðvum og ýmsum öðrum tækjum til að mæta vaxandi eftirspurn á því sviði.

Akranes traktorinn

  • Forfaðir eigenda Tækja.is, Þórður Ásmundsson var frumkvöðull í innflutningi og rekstri tækja á Íslandi og var fyrsti traktorinn sem kom til landsins fluttur inn af honum. Traktor þessi var af Avery gerð með steinolíumótor og tveimur strokkum flatliggjandi. Sjálf dráttarvélin var 16 hestafla olíuvél, ca. 2 smál. að þyngd, 1,5 m breið og 3,5 m löng. Vélin dró 3 plóga.
  • Traktorinn, sem notaður var næstu árin á Akranesi og þá aðallega í Elínarhöfða var fyrsti vísirinn að hinni stórfelldu ræktun, sem hófst á Íslandi tæpum tíu árum eftir komu hans. Landbúnaðarbyltingin, sem hófst með tilkomu dráttarvélanna 1928 og 1929 kemur því í beinu framhaldi af því starfi sem hófst í ræktun á Akranesi í lok fyrri heimsstyrjaldar.
  • Þess má geta að Þórður Ásmundsson var frumkvöðull á fleiri sviðum íslensks landbúnaðar sem mörkuðu spor í ræktunarmálum. M.a. keypti hann, ásamt Birni Lárussyni, bónda á Ósi í Skilamannahreppi aðra af tveimur fyrstu skurðgröfunum sem hingað komu. Þær voru af gerðinni Priestman Cub og komu til landsins árið 1942.
  • Þórður Ásmundsson var einnig í fararbroddi á sviði sjávarútvegs á Akranesi. M.a. lét hann, ásamt Bjarna Ólafssyni á Litlateig, Lofti Loftssyni í Aðalbóli, Magnúsi Magnússyni á Söndum og Ólafi Guðmundssyni á Sunnuhvoli byggja fyrsta þiljaða vélbátinn á Akranesi, árið 1906. Báturinn var 12 tonn, smíðaður í Reykjavík og nefndur FRAM.

Akranes traktorinn

  • Akraness-traktorinn var notaður til jarðvinnslu og flutninga. Meðal annars var mykju undan kúm eigendanna ekið neðan úr bæ og á tún þeirra sem voru yst í þorpinu. Nýlátinn heimildar-maður, hann Gaui í Bæjar-stæði, sagði það hafa verið mikið sport krakkanna í  bænum að sitja fyrir traktornum á bakaleið og sníkja far í útmakaðri mykjukerrunni …
  • Heimildir:Emilía Þórðardóttir (Amma Em)Grein eftir Þorkel HjaltasonMynd: Landbúnaðarsafn Íslands

Þegar þig vantar tæki –