Terms & Conditions

1. Öll tæki ásamt fylgihlutum hefur leigusali afhent leigutaka í fullkomnu lagi, sem leigutaki hefur kynnt sér. Leigutaki hefur einnig kynnt sér notkun og meðferð tækisins.

2. Leigutaki skal sjá um allan rekstur tækisins á meðan hann hefur það á leigu, svo sem smurningu, smurolíu, eldsneyti, þrif o.fl.

3. Leigutaki er ábyrgur fyrir tjóni sem kann að verða á tækinu og fylgihlutum þess vegna ógætilegrar og/eða rangrar notkunar.

4. Leigutaki ber fulla ábyrgð ef tæki tapast eða því er stolið úr vörslu hans. Ber leigutaka að greiða að fullu andvirði tækisins, auk leigu til þess tíma að uppgjör hefur farið fram.

5. Leigusali er á engan hátt ábyrgur vegna slysa eða skemmda er kynnu að orsakast af notkun, meðferð eða flutningi á tækjum er hann leigir út. Sama gildir um vinnustöðvun sem orsakast vegna bilunar á útleigðum tækjum.

6. Leigugjald reiknast frá þeim tíma að tækið er afhent þar til því er skilað til leigusala. Greiða ber ávallt lágmarksleigu.

7. Ef um langtímaleigu er að ræða, getur leigusali krafist leigu mánaðarlega samkvæmt reikningi. Ef reikningur er ekki greiddur 20 dögum eftir úttektarmánuð reiknast lögleyfðir dráttarvextir.

8. Á samningi um langtímaleigu reiknast 5 dagar greiddir og helgar fríar, leigutaki hefur þannig leyfi til að nýta hið leigða einnig um helgar en bilanaþjónusta er ekki innt af hendi fyrr en fyrsta virkan dag eftir helgar, sama á við um lögboðna frídaga, leigutaki getur hinsvegar nýtt sér neyðarþjónustu gegn gjaldi.

9. Leiga getur breyst samkvæmt gjaldskrá á útleigutímabilinu. Leigusali áskilur sér rétt til að reikna leigu samkvæmt nýrri gjaldskrá er hún hefur tekið gildi.

10. Leigutaka er óheimilit að lána eða framleigja þau tæki sem hann hefur á leigu nema með skriflegu samþykki leigusala.

11. Leigutaki greiðir allan kostnað af flutningi tækisins.

12. Leigusali hefur rétt til hvenær sem honum þóknast að skoða ástand tækisins.

13. Ef leigutaki stendur ekki skil á leigugreiðslum eða brýtur í bága við leigusamning þennan, getur leigusali sótt hið leigða til leigutaka, en er það ekki skylt. Leigusali getur fengið til liðs við sig viðkomandi fógeta eða lögreglu. Leigutaki ber allan kostnað af þessum aðgerðum.

Fyrirspurn

Fyrirspurn / Til sölu

Contact Us

Contact Us

Fyrirspurn / Tilboð í leigu

Ef þig vantar tilboð í leigu á tæki eða ert með fyrirspurn, fylltu þá út formið og við höfum samband eins fljótt og auðið er.

Fyrirspurn