Tæki.is er rótgróið fyrirtæki sem leggur aðaláherslu á fagmennsku og ánægða viðskiptavini. Við erum stolt að geta sagt frá því að við höfum verið til þjónustu reiðurbúin í allmörg ár og ætlum okkur að halda áfram á þeirri farsælu braut sem við höfum verið á hingað til.
Tæki.is var á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki á lista Creditinfo árið 2023 og fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri samkvæmt Keldunni.
Miklar breytingar urðu hjá framkvæmdaraðilum með tilkomu körfubíls sem Þorsteinn Auðunn Pétursson keypti hjá sölu varnaliðseigna árið 1982. Upp frá þessu fóru menn að nota körfubíla í auknu mæli til viðhaldsverka, nýsmíði á húsum og mannvirkjum, fyrsta verkefnið var á Austurgötu 7. í Hafnarfirði hjá Kalla Auðuns föðurbróður Þorsteins en verkefnið var við gluggaviðgerðir þann 16. júní 1982.
Árið 2004 stækkaði svo fyrirtækið og úrvalið á tækjum varð meira með nýjum spjótlyftum, skæralyftum, smágröfum, rafstöðvum og ýmsum öðrum tækjum til að mæta vaxandi eftirspurn á því sviði.
Forfaðir eigenda Tækja.is, Þórður Ásmundsson var frumkvöðull í innflutningi og rekstri tækja á Íslandi og var fyrsti traktorinn sem kom til landsins fluttur inn af honum. Traktor þessi var af Avery gerð með steinolíumótor og tveimur strokkum flatliggjandi. Sjálf dráttarvélin var 16 hestafla olíuvél, ca. 2 smál. að þyngd, 1,5 m breið og 3,5 m löng. Vélin dró 3 plóga.
Traktorinn, sem notaður var næstu árin á Akranesi og þá aðallega í Elínarhöfða var fyrsti vísirinn að hinni stórfelldu ræktun, sem hófst á Íslandi tæpum tíu árum eftir komu hans. Landbúnaðarbyltingin, sem hófst með tilkomu dráttarvélanna 1928 og 1929 kemur því í beinu framhaldi af því starfi sem hófst í ræktun á Akranesi í lok fyrri heimsstyrjaldar.
Ef þig vantar tilboð í leigu á tæki eða ert með fyrirspurn, fylltu þá út formið og við höfum samband eins fljótt og auðið er.