Fyrsti körfubíllinn
Miklar breytingar urðu hjá framkvæmdaraðilum með tilkomu körfubíls sem Þorsteinn Auðunn Pétursson keypti hjá sölu varnaliðseigna árið 1982. Upp frá þessu fóru menn að nota körfubíla í auknu mæli til viðhaldsverka, nýsmíði á húsum og mannvirkjum, fyrsta verkefnið var á Austurgötu 7. í Hafnarfirði hjá Kalla Auðuns föðurbróður Þorsteins en verkefnið var við gluggaviðgerðir þann 16. júní 1982.
Árið 2004 stækkaði svo fyrirtækið og úrvalið á tækjum varð meira með nýjum spjótlyftum, skæralyftum, smágröfum, rafstöðvum og ýmsum öðrum tækjum til að mæta vaxandi eftirspurn á því sviði.