Tæki.is er gamalgróið fyrirtæki sem leggur aðaláherslu á fagmennsku og ánægða viðskiptavini.

Á leigumarkaði frá 1982 !

Tæki.is er gamalgróið fyrirtæki sem leggur aðaláherslu á fagmennsku og ánægða viðskiptavini. Við erum stoltir að geta sagt frá því að við höfum verið til þjónustu reiðurbúnir í allmörg ár og ætlum okkur að halda áfram á þeirri farsælu braut sem við höfum verið hingað til. Tæki.is einnig ásamt því að leigja út vélar að selja notaðar vélar úr flota okkar og nýjar vélar frá JLG. Tæki.is sér um að þjónusta eigin flota ásamt því að  þjónusta vélar annara og skaffa varahluti í flestar gerðir vinnulyftna og tækja en við erum komnir með mjög góðann lager varahluta og stóra birgja þar á meðal JLG og eru varahlutir oftast komnir til okkar innan við sólarhring frá pöntun.

                               Fyrsti körfubíllinn

Miklar breytingar urðu hjá framkvæmdaraðilum með tilkomu körfubíls sem Þorsteinn Auðunn Pétursson keypti hjá sölu varnaliðseigna árið 1982. Upp frá þessu fóru menn að nota körfubíla í auknu mæli til viðhaldsverka, nýsmíði á húsum og mannvirkjum, fyrsta verkefnið var á Austurgötu 7. í  Hafnarfirði hjá Kalla Auðuns föðurbróður Þorsteins en verkefnið var við gluggaviðgerðir þann 16. júní 1982.

Árið 2004 stækkaði svo fyrirtækið og úrvalið á tækjum varð meira með nýjum spjótlyftum, skæralyftum, smágröfum, rafstöðvum og ýmsum öðrum tækjum til að mæta vaxandi eftirspurn á því sviði.                                                                                          

                               Akranes traktorinn

  • Forfaðir eigenda Tækja.is, Þórður Ásmundsson var frumkvöðull í innflutningi og rekstri tækja á Íslandi og var fyrsti traktorinn sem kom til landsins fluttur inn af honum. Traktor þessi var af Avery gerð með steinolíumótor og tveimur strokkum flatliggjandi. Sjálf dráttarvélin var 16 hestafla olíuvél, ca. 2 smál. að þyngd, 1,5 m breið og 3,5 m löng. Vélin dró 3 plóga.
  • Traktorinn, sem notaður var næstu árin á Akranesi og þá aðallega í Elínarhöfða var fyrsti vísirinn að hinni stórfelldu ræktun, sem hófst á Íslandi tæpum tíu árum eftir komu hans. Landbúnaðarbyltingin, sem hófst með tilkomu dráttarvélanna 1928 og 1929 kemur því í beinu framhaldi af því starfi sem hófst í ræktun á Akranesi í lok fyrri heimsstyrjaldar.

Tæki.is er umboðsaðili JLG á Íslandi ! Við höfum útvegað varahluti og þjónustað JLG vinnulyftur og skotbómulyftara um árabil. Þann 11.04.2022 Tókum við svo formlega við umboðinu hérlendis og vonumst því eftir að geta veitt þjómust á heimsmælikvarða bæði í sölu nýrra og notaðra véla ásamt varahlutum og almennri  þjónustu.